Landspítali - Docs

Léttar leiðbeiningar fyrir almenn tölvumál

English

Vandamálagreining á Windows: Netþjónustur - Grunnskref

Þessar leiðbeiningar er til að safna grunnupplýsingum þegar koma upp vandamál með netþjónustur. Ekki ætlað fyrir kerfisstjóra sem kunna allt nú þegar.

  1. Grunnupplýsingar
  2. Fyrstu skref, biðlari (client side)
    1. Byrja á að pinga netþjón
    2. Skoða hvort að hægt sé að tengjast netþjónustu
    3. Ef þú nærð sambandi en þjónusta virkar ekki
  3. Fyrir lengra komna: Vandamálagreining á miðlara (server side)
  4. Hringja í vin

Grunnupplýsingar

Áður en leitað er aðstoðar á næsta stigi er gott að vera búinn að safna grunnupplýsingum um umhverfið sem þú ert keyrandi á. Gott er að hafa þessar upplýsingar með þegar leitað er frekari aðstoðar

  • IP tala tölvu notanda. Powershell skipun > ipconfig þar finnuru IPv4 Address
    • Ef beðið er um PUBLIC IP tölu þá er hægt að finna hana með því að fara inn á https://myip.is
    • Ef þú ert að tengjast yfir internetið, þá er það public IP talan sem að skiptir máli
  • Nafn á þjónustu
  • Nafn á þjón eða IP tölu sem að hýsir þjónustu, eða hvert er verið að reyna að tengjast (t.d. https://einhver.vefsida.is)
  • Hvaða PORT þjónustan á að vera að hlusta á

Svo væri gott að ganga í gegnum Fyrstu skref, biðlari (client side) sem er hérna fyrir neðan.

Fyrstu skref, biðlari (client side)

1. Byrja á að pinga netþjón

ping server.example

Ef ekkert er um að vera þá líklegast nærðu ekki að tengjast þjóninum

2. Skoða hvort að hægt sé að tengjast netþjónustu

Þú þarft að vitahvaða port þú ert að reyna að tengjast. (algeng port t.d. http(80, 8080), https(443, 8443))

> Test-NetConnection server.example -Port <PORT> 

ComputerName     : server.example
RemoteAddress    : 192.0.2.55
RemotePort       : <PORT>
InterfaceAlias   : Ethernet
SourceAddress    : 192.168.2.5
TcpTestSucceeded : True

Það sem skiptir máli hér er TcpTestSucceeded. Ef að það tekst að pinga þjón en TcpTestSucceeded er ekki True þá gæti verið annaðhvort að netþjónustan sé ekki keyrandi á þjóninum EÐA einhver eldveggur er að stoppa traffík.

3. Ef þú nærð sambandi en þjónusta virkar ekki

Þá er líklegast málið miðlaramegin(server side) og þarf að greina þar.

Fyrir lengra komna: Vandamálagreining á miðlara (server side)

Þetta skref á einungis við um þá sem að hafa aðgang að þjónunum sem hýsa þjónusturnar. Ef þú ert kominn á þetta stig þá hefuru eflaust grunnþekkingu þannig þetta eru léttar tillögur meira en leiðbeiningar.

Þjónusta keyrandi?

Ef þú ert kominn hingað þá eflaust veistu hvernig átt að kíkja hvort þjónustan sé keyrandi

Er þjónustan að hlusta á PORT?

Gott er að skoða hvort þjónusta sé í raun að hlusta á PORTið sem það á að gera.

# Í Powershell
> netstat -ano | findstr LISTENING

# Í dálk nr.2 er listað portin sem verið er að hlusta á

Ef að portið er ekki í listanum þá er eitthvað grunsamlegt í gangi

Event viewer

Fínt er að opna Event viewer og skoða hvort séu einhverjar augljósar villur

Wireshark

Fínt er að sækja Wireshark og skoða hvort að traffíkin líti út eins og

Hringja í vin

Áður en hringt er í vin er gott að hafa í huga að vinur þinn hefur ekki endilega aðgang að tölvunni þinni og umhverfinu þínu. Þá er gott að vera búinn að ganga í gegnum skref Grunnupplýsingar og Fyrstu skref, biðlari (client side) áður en lengra er farið.