Landspítali - Docs

Léttar leiðbeiningar fyrir almenn tölvumál

English

Hvernig: SSH lyklar með PuTTY

  1. Búa til SSH lyklapar
  2. Að nota lykilinn með PuTTY

Búa til SSH lyklapar

Þegar PuTTY er sett upp kemur með forritið PuTTYgen

  1. Opna PuTTYgen
  2. Smella á Generate
  3. Fylgja leiðbeiningum (ef einhverjar, mögulega hreyfa mús yfir auða svæðið)
  4. Það er STERKLEGA mælt með að setja lykilorð á lykilinn
  5. Vista BÆÐI public og private lykilinn
    • Private lykillinn er bara fyrir þig!
    • Public lykill er það sem þú setur á þjóna til að leyfa notanda að auðkenna sig með private lykli. Ef það er beðið þig um lykil, “pubkey”, o.s.frv., þá áttu bara að gefa frá þér PUBLIC lykilinn.

PuTTYgen

Viðbót: Þú getur valið týpu af lykli. En þú mátt bara googla það ef þú hefur áhuga

Að nota lykilinn með PuTTY

Á þessu stigi er væntanlega búið að bæta þínum public lykil við þjóninn sem þú ert að reyna að tengjast. Ef ekki þá getur þú skoðað þessar leiðbeiningar

Þegar þú notar PuTTY þarftu að segja forritinu hvaða lykil þú vilt nota.

  1. Í vinstri glugga putty þarftu að fara undir Connection -> SSH -> Auth -> Credential
  2. Undir Private key file for authentication þarftu að fara og finna lykilinn sem þú var búinn til. Private lyklar búnir til með PuTTY end á .ppk
  3. Núna getur þú farið aftur í Session (efst í vinstri glugga) og tengst þjóninum eins og venjulega

Using the PuTTY private key