Finna IP tölur á Windows
Innri IP tala (Local IP Address)
Innri IP tölur er fyrir tæki sem tala saman á “Innra neti”, eins og innan heimilis eða fyrirtækis.
Fljótlegasta leiðin er að keyra ipconfig inni í skipanaglugga (cmd eða powershell)
- Fara í Windows leitina
- Leita að og opna
cmdeðapowershell - Skrifa í skipanagluggann
ipconfig - Þar er hægt að finna línu sem er eins og
IPv4 Address. . . . . : <IP tala>
Ytri IP tala (Public IP address)
Ytri IP tala er IP talan sem að þú ert með á internetinu. Þ.e.a.s. IP talan
sem að Google sér þegar þú leitar að ennþá eða enn þá
Fljótlegasta leiðin er að opna næsta vafra og fara inn á einhverja síðu eins og:
- myip.is
- WhatIsMyIPAddress
- Google og gúggla
what is my ip