Landspítali - Docs

Léttar leiðbeiningar fyrir almenn tölvumál

English

Prufa TCP tengingar (t.d. HTTP, RDP)

  1. Almennar TCP tengingar (RDP, SSH, HTTP, HTTPS)
  2. HTTP og HTTPS

Oft er gott að geta prufað hvort að tengingar virki fyrir þjónustur, t.d. þegar verið er að skoða hvort eldveggur gæti verið vandamál.

Almennar TCP tengingar (RDP, SSH, HTTP, HTTPS)

Powershell gefur aðgang að skipun Test-NetConnection sem er hægt að skoða hvort sé hægt að tengjast endapunkti.

Hérna er dæmi með RDP:

> Test-NetConnection 192.0.2.100 -Port 3389

ComputerName     : 192.0.2.100
RemoteAddress    : 192.0.2.100
RemotePort       : 3389
InterfaceAlias   : Ethernet0
SourceAddress    : 192.0.2.15
TcpTestSucceeded : True

Hérna er mikilvægt að TcpTestSucceededTrue. Það þýðir að tenging virkar. Þá getur þú meira og minna útilokað að eldveggjavandamál.

HTTP og HTTPS

Einfaldast er bara að opna vafra og vera skýr (http://eitthvad.dot.is, https://eitthvad.dot.is). Og ef þú veist hvernig á að nota dev tools í þeim vafra sem þú notar getur þú skoðaðbetur.

Önnur þæginleg leið er að nota curl. Í nýrri windows útgáfum kemur curl.exe á vélina (.exe extension mjög mikilvægt, annars er notað eitthvað powershell alias sem er ekki jafn hentugt). Curl með -v flagginu er mjög hjálplegt til að sjá hvað gengur á.

$ curl.exe -v eitthvad.dot.is
>
< HTTP/1.1 301 Moved Permanently
< Server: nginx
< Date: Fri, 31 May 2024 11:46:19 GMT
< Content-Type: text/html
< Content-Length: 178
< Connection: keep-alive
< Location: https://eitthvad.dot.is/
<
<html>
<head><title>301 Moved Permanently</title></head>
<body bgcolor="white">
<center><h1>301 Moved Permanently</h1></center>
</body>
</html>

Með þessu getur þú t.d. séð að þú færð svar frá þjóninum og hann beinir þér eitthvað annað.